Sáratugur
[Chorus: Holy Hrafn]
Greyið ég…. (greyið ég)
Því ég hef fallið fyrir þér… (fyrir þér)
Og það eina sem ég sé… (sem ég sé)
Er bara þú….. (bara þúú)
[Pre-Chorus: Thrilla GTHO]
Ekki lengur með öllu mjalla
Blindur af ást sé ég enga galla
Það er synd að lifa ekki bíómynd
Því þá væri kannski fyndið að sjá mig falla
Ekki lengur með öllu mjalla
Blindur af ást sé ég enga galla
Það væri kannski fyndið að sjá mig falla
Fyndið að sjá mig falla
[Verse 1: Thrilla GTHO]
Með óskýr skil á milli ástvina og vina
Hjartað brennur einsog sina, mig fer að svima
Ég geri lítið annað en að hósta og hnerra
Veikur af ást en hef samt haft það verra
Ástríkur, ástsjúkur og sárþjáður
Orðinn háður, telst varla allsgáður
Svo ég stend bara orðlaus og góni
Enda hormónaróni í tómu tjóni
[Chorus: Holy Hrafn]
Greyið ég…. (greyið ég)
Því ég hef fallið fyrir þér… (fyrir þér)
Og það eina sem ég sé… (sem ég sé)
Er bara þú….. (bara þúú)
[Verse 2: Holy Hrafn, (Thrilla GTHO)]
Ég var sautján…
Sju-sju-sju- sjúklega sjarmeraður
Ert svo mikil gyðja, hvísla ég alveg stjarfur að mér sjálfum
Mætti hald’ég væri skúlpteraður
Standandi einsog stytta, stamand’í bílskúrnum hjá þér
Sj-sj-sj-shit ég er svo stupid á því
Ég fer svo sj-sj-sjúklega hjá mér, hjá þér
Stend еinsog stytta, einsog steinn, til þess að styðja þig
Hvað еr málið? langar að spyrja þig en á ég?
Má ég… tilbiðja þig? Já ég, er að grátbiðja þig
Tárin falla inná við
Inni í mér er doði, sem er að kitla viljann minn
Málhaltur sætur sykurmoli og þú mátt bryðja mig
(Fullvaxta gullhjarta með svaka uppsafnað bull
Þú kannski skilur nú að mér sé drull
Drullusama um eigin framtíð og frama
Nema þar bíði draumadama.)
[Chorus 2: Holy Hrafn]
Greyið ég…. (greyið hann)
Hefur aldrei liðið vel… (datt og rann)
Og það eina sem ég sé… (sem hann ann)
Er fokkin þú….. (fokk jú)
[Verse 3: Thrilla GTHO]
Hausinn fer að sjóða því ég þarf að segja við þig
Eitthvað meira virði en bara að reyna við þig
Eitthvað mitt á milli fyndni og snilli
En munnfylli af engu er fylgikvilli
Þess sem mér finnst ég ekki mátt hafa hátt um
Ræðum málið í átta spjallþáttum
Hjarta á báðum áttum eða fyrirsláttur
Ég er sár eftir ást sem brást, áttu plástur?
[Outro: Holy Hrafn, (Thrilla GTHO)]
Greyið ég…. (eins og exi og tré því ég fell fyrir þér)
Því ég hef fallið fyrir þér… (í miðju falli ég svara þínu kalli)
Og það eina sem ég sé… (við augnlit frá þér ég fell niðr‘á hné)
Er bara þú….. (þessi hné eru marin og blá, viltu sjá? )