Allt er eitt
Þorsteinn Einarsson
Þú ert ég og ég er þú
engin brögð aðeins trú
afar ljúf er sagan sú
og segja vil ég hana nú
Þetta er fallegt ferðalag
við ferðumst jafnt um nótt sem dag
það er okkar þjóð í hag
þá við syngjum fagurt lag
Yfir fjöll og firnindi
ferðumst við í nóttinni
krunkar hrafn í kyrrðinni
kyrjar einn í hlíðinni
Eitt er allt og allt er eitt
á einni nóttu allt er breytt
nú ég efast ekki neitt
allt það hefur þú mér veitt